Öryggismotta með stuðningspúða.
Kleen-Komfort standard er endingargóð gúmmímotta sem veitir framúrskarandi grip og kemur í veg fyrir þreytu í vöðvum og liðamótum. Þær eru gerðar úr mjög sterku 100% nitríl/ gúmmí efnablöndu sem þolir olíu og hreinsiefni. Lokað yfirborð með hálkuvarnar eiginleikum.
Fólk sem stendur langtímum saman við vinnu sína þekkir mikilvægi þess að hafa rétt undirlag. Langar stöður orsaka oft verki í fótum eða baki og það á við um starfsmenn jafnt sem viðskiptavini og þá sem þurfa að bíða standandi.
Kleen – komfort Standard vinnumottur eru hannaðar til að stuðla að vellíðan starfólks og minnka líkur á meiðslum og fjarvistum.