Aðkomumottur eru framleiddar úr gljúpu slitsterku nylonefni og eru sérhannaðar til að taka við vætu, snjó og óhreinindum.
Yfirborð aðkomumottunnar er með stamri áferð og botnalag er úr nitran gúmí og leggst hún því einstaklega vel á gólf sem veitir gangandi aukið öryggi.
Algengasti liturinn er ebony en við bjóðum upp á þrjá aðra liti sem er hægt að sérpanta.
Jafnframt bjóðum við grófar burstamottur sem henta vel umgangi þar sem úti- og innisvæði mætast.