Aðkomumottur    |    Stöðumottur    |    Lógómottur    |    Vinnumottur    |    Öryggismottur    |    Heimilismottur
Öryggismottur
Aðstæður á vinnustöðum geta verið breytilegar og því er mikilvægt að velja rétta mottu miðað við þarfir og öryggisstaðla. Við val á öryggismottum skal taka tillit til ýmissa atriða eins og eldvarna, stöðuöryggis starfsfólks, hreinlætiskrafna, svo eitthvað sé nefnt.

Einnig ber að hafa í huga að mottan dragi ekki í sig óæskileg efni eins og t.d. olíur eða ætiefni, og mikilvægt er að það sé auðvelt að hreinsa hana.

Öryggismottur eru notaðar við margskonar framleiðslu í stór- jafnt sem smáiðnaði, í eldhúsum og mötuneytum, úti sem inni, og á sjó jafnt sem á landi.