Aðkomumottur   |   Stöðumottur   |   Lógómottur   |   Vinnumottur   |   Öryggismottur   |   Heimilismottur
Aðkomumottur
Aðkomumottur eru úr slitsterku nylonefni og sérhannaðar fyrir anddyri og innganga þar sem mikið mæðir á. Þær eru gerðar úr gljúpum trefjum sem taka í sig vætu og óhreinindum af skóm þegar snjóar eða rignir úti svo þau berist ekki inn í bygginguna.

Yfirborð aðkomumottunnar er með stamri áferð sem veitir gangandi aukið öryggi. Botnlag mottunnar er úr gúmmí og hún njörvar sig vel niður á flísar jafnt sem og dúklagða fleti.

Hægt er að fá aðkomumottur í ólíkum litum. Þær bjóðast einnig í mismunandi þykkt sem hentar vel við íslenskar aðstæður þegar mottan þarf að halda miklum raka t.d. þegar snjór berst inn af gangstéttum. Jafnframt bjóðum við grófar burstamottur sem henta vel umgangi þar sem úti- og innisvæði mætast. 
Leigumottur fást í eftirfarandi stærðum:
Motta A. 85 x 150 | Motta B. 100 x 200 | Motta C. 115 x 200 | Motta D. 115 x 240 | Motta E. 150 x 240 | Motta F. 115 x 300 | Eða stærðir sem þú velur